Klukkan 20:00 annað kvöld spilar íslenka tdm landsliðið leik við Hollendinga, og er ætlunin að reyna við massaumfjöllun frá leiknum. Uppstilling íslenska liðsins er enn ekki ljós, en ljóst má telja að leikmenn MurK og fallen verði þar fyrirferðarmiklir.
Unnt verður að horfa á leikinn live á GTV (sjá GTV FAQ hérna vinstra megin á síðunni, þar eru leiðbeiningar), og hlusta á lýsingu þeirra Yngva (Butch/ynGz) og Kára (qeySuS/Dracovic) samhliða. Þetta er þó ekki án tæknilegra annmarka, en einkar snúið getur verið að tryggja að GTV og shoutcast straumarnir séu syncaðir (samstilltir). Upplýsingar um samstillingarþáttinn má finna á http://static.hugi.is/smegma/wolftv.html#sync
Eins og fyrr segir hefjast leikar upp úr 20:00 á morgun, sunnudag, og verður coverage sem hér segir:
* GTV: gtv2.simnet.is:30000
* Shoutcast: skjalfti.simnet.is:1337
Unnt er að tengjast shoutcastinu með að ýta á ctrl+l í winamp, og slá inn þessa slóð. GTV er tengst eins og hverjum öðrum Q3A server; að því loknu er best að ná sér í upplýsingar í FAQinu. Shoutcastið verður 56 kbps, og því nothæft á ISDN tengingum og stærri.
ps. ekki er útilokað að PunkBuster geri okkur lífið leitt, en það verður þá bara að hafa það. :P
Góða skemmtun! :)
Smegma