Ég hef tekið virkan þátt í samfélagi voru en núna hef ég bara fundið mig í lífinu, það sem ég er að tala um er Clanbase Quake 3 TeamDeathMatch.
Það sem þetta hefur gert fyrir mig og líf mitt er undravert, ég fæ ekki höfuðverki á morgnanna og bólan á vinstri rasskinn virðist gjörsamlega hafa gufað upp. Nú virðist ég kannski bara vera bjóða einhver gylliboð en takið eftir.
Í Nations Cup er Ísland, hið ætíð fallega og ósnortna land vor, í riðli með 3 öðrum þjóðum. Þessar þjóðir eru allt voðalega hressar og mannmiklar þannig að íslensk ungmenni munu þurfa að leggja sig 100% fram til að fá fram markmiði stoltrar þjóðar sem stendur fyrir aftan okkur og hvetur oss áfram.
Eftirfarandi þjóðir eru með okkur í riðli ::
Spánn
Portúgal
Holland
Allt er þetta nú rosalegt og eflaust mun ping, já svartíminn sem allir elska, vera afar svipaður í flestum leikjunum þó svo að holland muni pinga(jájá, hafa lægri svartíma) en við.
En í ljósi hins stórgóða og mikilfengla liðs MurK þá hefur Ísland ögrum skorið fengið gott nafn á sig þarna úti og já, gengur sá orðrómur milli manna þar utanhafs að Ísland muni jafnvel vinna sinn riðil!
Það má sjá hér -> http://www.quakenation.com/comments.php?section=5&index =5824
Ef ég kynni að gera þetta clickable, þá myndi ég gera það. Augljóst að maður getur ekki á sama tíma verið sætur _og_ gáfaður.
En já, hinn stórglæsti kappi sem var valinn af 200 manna nefnd til að sitja í stóli þjálfara og sjá um hag og orðstýr okkar er enginn annar en já Daníel “Slay” úr því skemmtilega liði Dottnir eða “Fallen”. Uppá gamanið er gaman að rifja upp fyrsta viðurnefni hans en það var víst hið klassíska nafn CYBERSLAYER_WILL_KILL_U_AND_UR_MOM!“#$ sem að styttist svo í ”Slay" á undraverðan máta.
En núna mun ég enn og aftur sýna frammá hversu mikið ég kann á þetta dót hér á netinu og skella hlekkinum á Nations Cup síðuna sem ekki verður hægt að klikka á en má færa yfir í vafrara að _eigin_ vali og fara í þar.
-> http://www.clanbase.com/news_league.php?lid=704
Skv. þeirri síðu stendur að í landsliði hinna sterku og hraustu víkinga norðursins eru hvorki minni nöfn en Anti, Arni, Glitch, Ég!!!, b3nni, blaze, con, flawless, kazoom, loom, Maxium, Olaf, Otur, Reynir og síðast en alls ekki síst SLAY!
Þetta lítur þó út fyrir að vera nákvæmlega sama fólk og spilaði síðast fyrir hönd okkar! Gott klapp fyrir því. Ég held að lítið breytist þetta tímabilið þó svo að eitthvað af þessu liði detti frekar út en bætist við hópinn, nöfn þarna eins og flawless sem hafa nú ekki sést í langan tíma og ólíklegt þykir að kunni eitthvað lengur. (Ef þú lest þetta elli karl, endilega…make me change my mind =))
Anywho..
Þetta er nú all rosalegt, í fyrsta sinn er okkur spáð fyrsta sæti í svona dóti og vill ég þakka sjálfum mér alveg rosalega fyrir það. Góður árangur í Eurocup sem og á CPL Oslo hjálpaði mikið til við að auka kraft hinnar íslensku þjóðar myndi ég halda.
P.S. MurK hroki hvað???
=)
Peace peeps, vonast eftir skemmtilegum leikjum í þessu og spurning um að reyna skella upp íslensku shoutcasti með leikjunum? Ég allavegna hef verið að athuga slíkt og mun halda áfram að gera ef fólk hefur áhuga á slíku :)
MurK'ynGz
P.P.S. Ef ég gleymdi að minnast meira um eitthvað í sambandi við mikilfengleika minn eða murk mun ég vissulega skella því í reply bara. Einnig ef það er eitthvað meira sem viðkemur þessari grein.
Mbk,