Jæja góðir hálsar, ég nenni ekki að bíða eftir því að einhver taki sig til í andlitinu og geri eitthvað í þessum aq málum hérna, svo ég ætla að reyna að höfða aðeins til fólks í sambandi við Action Quake og framtíð þess á komandi skjálftum.
Í fyrsta lagi… út með þennan djöfulsins sora aqffa sem öllum er löngu orðið skítsama um (samanber riðlana frá síðasta skjálfta, getið séð þá á: http://skjalfti.simnet.is/s4-2002/aqffa.html ). Svo ég vitni nú í frægan kveikara þá held ég að ég tali fyrir hönd 90% af aq “menningunni” þegar ég segi að fólk skrái sig í þetta bara afþví það vill spila eitthvað annað en aqtp, sem fyrir suma endist aðeins í nokkrar klukkustundir (no offense Arnór:).
Í öðru lagi er það auðvitað vandamálið með hvað skal gera í staðinn, hvort fleiru en aqffa meigi fórna og svo framvegis. Ef til stórrar keppni kæmi, svona svipað eins og q3tdm er í q3 “menningunni”, þyrfti eflaust að fórna öðru sem hægt er að spila með aqtp í dag eins og q3 1on1 og q3tdm.
Ýmsar hugmyndir hafa komið fram um hvað mætti rípleisa aqffa, svo sem aq 1on1, aq 2on2 og aqctf, og verð ég nú að viðurkenna að mér lýst þétt vel á aq 2on2 og aqctf.
Í þriðja lagi er það auðvitað vandamálið með möppin ef aqctf hugmyndin (hugsjónin? :) verður að veruleika. Mín og minna vina hugmynd er að annaðhvort verði fundin góð möpp sem verða svo tvískipt, það er að segja tvö 10 mínútna tímabil.
Þetta hefur þann galla að komist liðið sem byrjar “betra” megin yfir væri eflaust mjög einfalt að nýta spawnið ansi vel (svo ég vitni nú í annan frægan kveikara). Þetta hefur samt þann augljósa kost að möppin eru nú þegar til og lítil vinna fer því í undirbúning.
Hinn kosturinn er sá að einhver góður mappari taki sig til og geri spegluð möpp, sem geta þá jafnvel verið fengin að láni (nota hluta úr öðrum möppum sem hafa verið gefin almenningi).
Þetta hefur að sjálfsögðu þann galla að það verður að finna góðan mappara (darthtoggi gerði nú eitt ágætt fyrir stuttu síðan) sem nennir að taka að sér þetta stóra verk og gera það vel þannig að almenningur skíti ekki yfir hann.
Kosturinn er sá að þá verður hægt að keppa í einni 20 mín hrinu og tal um ósanngjarnar hliðar er úr sögunni.
Allt þetta babbl í mér eru að sjálfsögðu bara mínar og minna vina skoðanir, en það er aldrei að vita nema über pimparnir breyti einhverju ef almenningur tekur nægilega við sér og viðrar sínar skoðanir á málinu.
[DON]TazZman
[DON]GimP
[DON]PhroZen