Útsala á ISDN
Svo virðist vera sem að Landsíminn sé áð rýma til á lager fyrir ADSL vörum (Reyndar er þetta titlað sem sumartilboð), því nú hafa þeir ákveðið að lækka gjald það sem þeir taka fyrir uppsetningar á því. Þessi útsala (tilboð) stendur milli 15. júní og 5. september. Þetta myndi ég telja að væri alveg einstakt tækifæri fyrir þá sem eru alltaf að væflast á einhverjum mótöldum, og sífellt kvartandi undan svartregðunni á leikjaþjónunum. Reyndar þýðir þetta eð ef viðkomandi ætlar síðar að skipta yfir í ADSL þá mun hann þurfa að setja upp venjulega síu en ekki hína ódýrari smásíu (9000 móti 900 ef ég man rétt). En hinsvegar á býður ISDN upp á svo marga aukamöguleika, að ég, eftir að hafa verið með ISDN í 1 1/2 ár, skil ekki hvernig menn geta lifað án þess.