Eftir óhóflega langa fjarveru höfum við yfir Thursar snúið aftur og nú vonandi í endanlegri mynd.
Við munum byrja á skráningu í Thursinn 3 - Q3 - DMTP og mun skráning hefjast annað kvöld kl 20:00(fimmtudaginn 6. Nóvember).(Sjá upplýsingar um aðra leiki neðst)
Keppt verður í tvemur deildum og verður raðað niður í þær eftir getu liða og mun þá árangur þeirra í keppnum á vegum Skjálfta og/eða Thursinns vega þar þungt inní.
Vonum að þessi breyting á fyrirkomulagi muni hvetja nýju liðin til að skrá sig til leiks þar sem að nú eiga þau ekki á hættu að þurfa að spila leiki sem eru í raun fyrirfram tapaðir og því hálf leiðinlegt að spila - meira gaman fyrir alla. Reynt verður að enda tímabilið með úrslitamóti á LAN'i, og mun topp liði 2. deildar gefast tækifæri á að komast á það LAN með því að heyja baráttu við síðasta liðið úr 1. deild sem á tækifæri á að komast á loka lanið(Líklega 4. eða 6. sæti).
Ein stærsta breyting frá fyrri tímabilum verður sú að ekki verður lengur hægt að spila hvenær sem er í vikunni heldur verður hvorri deild fyrir sig úthlutaður ákveðinn leikdagur og leiktími og eiga allir leikir hverrar umferðar að eiga sér stað á þeim tíma.
Aðalástæðurnar fyrir þessu eru 3:
1) Að hver deild og keppni hafi sína eigin leikdaga gerir leikmönnum kleyft að geta örugglega skráð sig til leiks í fleiri en eina keppni á vegum Thursinns(þ.e, t.d Q3 og CS)
2) Þar sem að Thursinn fer ört stækkandi en hópur stjórnenda stækkar ekki jafn ört þarf að skipuleggja tíma okkar betur, þetta er liður í því.
3) Á undanförnum tímabilum hafa stjórendur þurft að eyða umtalsverðum tíma í viku hverri í að hvetja lið til að skipuleggja sína leiki - sum lið hafa staðið sig með prýði í þeim efnum, en önnur ekki. Núna munu lið annaðhvort mæta á þeim tíma sem þau eiga að mæta - eða fá hreint forfeit á sig.
Að sjálfsögðu verður hægt að gera undantekningar í neyðartilfellum, og þá með leyfi andstæðings OG stjórnenda - liðum er skylt að tilkynna um slík vandræði með sem mestum fyrirvara.
Engin takmörk eru á því hve mörg lið clön mega senda til keppni í Q3-DMTP.
Ekki er búið að taka lokaákvörðun um hvaða kort verða í boði né hvort að notast verði við neitunar eða val kerfi þegar kort eru ákveðin.
Til þeirra sem spila aðra leiki en Q3-DMTP:
Við munum einnig byrja með CS-deildina á ný og hefst skráning í hana von bráðar, zlave verður að nýju yfir-admin. Einnig verður sett í gang Warcraft 3 deild(yfir-admin b3nni), Action Quake TP deild og hugsanlega Q3 CTF.
Einnig er í undirbúningi deild fyrir Battlefield 1942.