Slík svör gera lítið annað en að espa aðra upp og færa umræðuna oft út í bölvaða vitleysu og leiðindi!
Ég bið ykkur því að halda ykkur við efnið, ekki koma með ærumeiðandi “komment” um fólk og halda ykkur utan við persónulegar árásir.
Það er engum til gagns að vera með dónaleg tilsvör og gæti jafnvel leitt til þess að umræðu um efni sem eru hæðst á baugi hverju sinni verði hreinlega ekki hleypt í gegn ef það leiðir til vandræða og dónaskaps.
Ef einhver aðili getur ekki farið eftir þessu, þá er okkur stjórnendum engra kosta völ nema að láta yfirstjórnendur Huga vita sem gæti haft bann frá Huga í för með sér.
Verum málefnaleg og setjum okkar mál hreint og beint fram, þá er tekið meira mark á því sem sagt er.
Vona að það verði tekið vel í þessi tilmæli.
Bestu kveðjur
Zaluki
———————————————–