Þið eruð búin að vera svo dugleg að senda inn kannanir að núna er bið út febrúar, eða 30 kannanir sem bíða birtingar.
Ykkur er að sjálfsögðu heimilt að senda inn kannanir áfram, en takið tillit til þess að það er langt í að þær birtist.
Ég hef látið hverja könnun vera inni í 2 daga núna í stað 3 daga, og vona að það fari að grynnka aðeins á bunkanum.

Mig langar líka að biðja ykkur um að gæta að stafsetningu og framsetningu kannana, sumar sem koma inn eru stundum algerlega óskiljanlegar, og með fáránlegum svarmöguleikum.
En það eru undantekningartilvik, langflestar sem koma inn eru vel gerðar að öllu leiti.

Ég vil þakka í lokin fyrir bætta umgengni hér á hundum, það er mikið skemmtilegra að lesa greinar og svör hérna núna þegar óvönduð svör eru að mestu hætt að sjást, og ég vona að þið haldið áfram að senda inn greinar, myndir og kannanir.

Einnig er ég ennþá að leita að fólki sem vill senda inn fræðslupistla í kubbinn “allt um hunda”, þeir sem hafa áhuga endilega sendið mér skilaboð og ég útskýri hvernig þetta er framkvæmt.
Pistlarnir mega í raun vera um allt sem snýr að hundum, þeas. ræktun, þjálfun, snyrtingu, matarræði eða sjúkdóma. Og allt þar inn á milli.
Það er úr nógu að taka, þannig að endilega .. verið með í því að gera þessa síðu fróðlega og skemmtilega :)

Bestu kveðjur ..
Zallý
———————————————–