
Hann er ROSALEGA gáfaður en hann er blanda af tveim hreinræktuðum hundum… en af sínhvoru kyninu, tíkin er Labrador og rakkinn er Border Collie.
Á stuttum tíma er hann búinn að læra að Sitja, Liggja, Hoppa, Sækja og Rúlla, hann veit einnig að þegar ég segi Niður á hann að fara af sófanum eða rúminu.
Erum t.d að læra núna að láta mig vita með bjöllu þegar hann þarf að fara út því að ég á það til að sökkva í vinnuna mína :o
Hinsvegar áttum við við smá aga vandamál að stríða en það var ROSALEGA erfitt að gera hann húshreinann… það tók án gríns TVO mánuði! En er allt í sómanum núna.