14.1.2008 | 13:02
Vísir, 14. jan. 2008 11:18
Vísir, 14. jan. 2008 11:18
Mjölnir er fundinn
mynd
Hundurinn Mjölnir er fundinn.
Jón Hákon Halldórsson skrifar:
Hundurinn Mjölnir er kominn í leitirnar. Hann fannst eftir að auglýst var eftir honum hér á Vísi. Mjölnir er sjö mánaða gamall labradorhvolpur. Honum var stolið fyrir utan Fjölbrautaskólann í Breiðholti á fimmtudag og leitaði hópur manna að honum.
Marvin Michelsen, eigandi hundsins, segir að Mjölnir sé nú á Hundahótelinu að Leirum, þar sem óskilahundar eru vistaðir. Marvin ætlar að leysa hann út í dag, en segist þurfa að greiða 50 þúsund krónur fyrir það. „Mér finnst þetta alveg fáránlegt. Hundinum mínum er stolið og ég þarf að greiða 50 þúsund krónur. Ekki þyrfti ég að greiða neitt ef að tölvunni minni væri stolið," segir Marvin.
http://www.visir.is/article/20080114/FRETTIR01/80114038