Sá þetta í fréttablaðinu
Frelsi til að reka einangrunarstöð
fyrir dýr
ALÞINGI
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir
hefur ásamt fjórum öðrum
stjórnarþingmönnum lagt fram á
þingi þingsályktunartillagu um
breytingu á lögum um innflutning
dýra
Tillagan felur í sér að ef umsækjandi
um rekstur sóttvarna- og
einangrunarstöðvar uppfyllir allar
kröfur og skilyrði sem gerð eru til
útbúnaðar og reksturs sóttvarnaog
einangrunarstöðva skal landbúnaðarráðherra
gefa út rekstrarleyfi.
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir
segir að í núveraandi lögunum sé
það ákvörðun landbúnaðarráðherra
hver fái að reka einangrunarstöð.
„Mér finnst kominn tími til
að breyta þessu þannig að ráðherra
verði skylt að veita þeim leyfi sem
uppfylli kröfurnar en umsóknir
þurfi ekki að liggja í lengri tíma
óafgreiddar í ráðuneytinu. Að mínu
mati gengur þetta alltof seint og ég
er að vona að með þessu hreyfum
við við málinu.
Þorgerður Katrín
prósent allra dýra sem flutt séu til
landsins eigi heimili sunnanlands.
„Fyrst og síðast er þetta til hagsbóta
fyrir dýrin að hægt sé að hlífa
þeim við erfiðu ferðalagi norður í
Hrísey. Við eigum ekki að vera að
leysa byggðarvandamál með þeim
hætti að það bitni á dýrum og vona
að um þetta mál náist breið samstaða.“