Simbi, ég held að fólk þori/nenni ekki að tala lengur um Dalsmynni því það endar alltaf í rifrildum.

Fyrst enginn er að svara honum Simba nema ég og lhg ætla ég að setja inn hluta af “Reglugerð um dýrahald í atvinnuskyni.” 499/1997
Þið finnið reglurnar í heild sinni <a href="http://www.reglugerd.is/interpro/dkm/WebGuard.nsf/58b439f05a7f412f00256a07003476bc/3ee465f92fccae0000256a08003269fd?OpenDocument“>hér</a>
Setti það á nýjan kork því þetta er soldið langt.

Ég feitletraði áhersluatriðin, svo þið getið bara lesið þau ef þið nennið ekki að lesa allt :)

Mér finnst þetta koma skýrt fram þar og hver sá sem brýtur þessi lög: sjá gr.12 að neðan
Voila!

1.gr

Ræktun: Starfsemi þar sem tvö eða fleiri kvendýr, sem hafa átt afkvæmi, eru haldin til

undaneldis og ætlunin er að hafa áfram til undaneldis. Þetta á jafnt við um kvendýr, sem

ræktandi á eða hefur í umsjá sinni.

2. gr.

Leyfi lögreglustjóra þarf til hvers konar dýrahalds í atvinnuskyni, sem fellur undir

reglugerð þessa. Einnig þarf leyfi lögreglustjóra til að setja á stofn dýragarða, efna

til dýrahappdrættis eða til sýninga á dýrum, hverrar tegundar sem er, sem ekki falla

undir búfjárræktarlög. Að fenginni umsögn dýraverndarráðs, veitir viðkomandi

lögreglustjóri rekstrarleyfi til <b>allt að þriggja ára í senn.</b>

3. gr.

Gera skal ítarlega grein fyrir fyrirhugaðri starfsemi og <b>tilgreina</b> þær

dýrategundir sem ætlunin er að hafa, <b>fjölda einstaklinga, kyn þeirra og tímalengd.</b>

Þegar svo ber undir skal <b>tilgreina fjölda dýra sem ætlunin er að hafa til undaneldis

og fjölda dýra sem verða í umsjá aðila</b>. Einnig þurfa að fylgja með <b>greinagóðar

upplýsingar um vistarverur, fóðrun, vörslu og meðferð dýranna</b>, sem og meðferð alls

úrgangs, sem fellur til vegna starfseminnar.

Greinargóðar lýsingar skulu fylgja um staðsetningu starfseminnar (teikningar eða myndir)

og afstöðu- og yfirlitsteikningar, sem sýna mannvirki svo sem hús, búr, réttir,

girðingar, gryfjur og þess háttar.

Umsókninni skal fylgja samþykki viðkomandi heilbrigðisnefndar ásamt upplýsingum um

afstöðu nágranna hátti þannig til.

5. gr.

<b>Öllum dýrum skal sýnd fyllsta nærgætni og umönnun. Þeim skal ávallt séð fyrir góðum

vistarverum og nægu vatni og fóðri við þeirra hæfi</b>. Þeir, sem hafa umsjón með dýrunum

skulu <b>taka tillit til ólíkra þarfa hinna ýmsu tegunda að því er varðar hitastig,

hreyfingu, umhyggju og félagsskap. Byggingar, girðingar, búr og hvers kyns vistarverur

fyrir dýrin, skulu vera þannig að vel fari um dýrin allt árið um kring.</b>

Eigendum eða umsjónarmönnum dýra <b>ber skylda til að halda þeim hreinum og láta

ormahreinsa þau og bólusetja</b>, í samræmi við ákvarðanir yfirdýralæknisembættis á

hverjum tíma. Veikist dýr eða slasist, skal koma því svo fljótt sem hægt er til

dýralæknis. Sleppi dýr úr haldi skal þegar gera ráðstafanir til að handsama þau.

6. gr.

Í stíum eða búrum <b>skal vera upphækkað legupláss</b>, nægilega stórt til þess að dýrin,

sem þar eru höfð, geti legið eðlilega samtímis. <b>Skal leguplássið vera laust við

dragsúg.</b> Hafa skal aðstöðu til að einangra sjúk dýr og sérstakt rými til böðunar.

<b>Dýrin skulu viðruð daglega</b> eða færð í gerði til þess að þau fái <b>reglubundna

hreyfingu. Gerðin skulu vera á skjólgóðum og björtum stað, með sólskyggni ef með þarf og

í þeim skal vera pallur til að liggja á.</b> Jarðvegur skal vera þurr og ekki má myndast

svað við úrkomu. Efsta lagið skal endurnýjað reglulega. Sé gerði steypt eða malbikað skal

vera gott afrennsli, svo ekki myndist pollar. Gerði skal þannig útbúið að dýrin geti ekki

sloppið út. Daglega skal hafa eftirlit með dýrunum og staðsetningu þeirra hagað þannig að

auðvelt sé að fylgjast með þeim.

8. gr.

<b>Loftræsting skal vera góð og búnaður þannig gerður að ekki myndist dragsúgur dýrunum

til tjóns.</b> Haga skal frárennsli þannig að magn skaðlegra lofttegunda fari ekki yfir

leyfileg mörk, sem eru skaðlaus fyrir menn. Loftskipti miðast við stærð vistarveru og

fjölda dýra. Ef um loftræstikerfi er að ræða skal miða við 5-20 loftskipti/klukkustund.

Þar sem notuð eru loftræstikerfi og ekki eru opnanlegar einingar tiltækar, skal hafa

viðvörunarkerfi. <b>Lofthita skal haldið sem næst kjörhita fyrir hverja dýrategund miðað

við kyn og aldur.</b> Lýsing skal vera nægileg til að hafa gott eftirlit með dýrunum og

skal þannig komið fyrir að hún valdi þeim ekki óþægindum. <b>Ekki má vera svo mikill

hávaði að hann hafi skaðleg áhrif á heilsu dýranna.</b>

9. gr.

Dýrin skulu daglega hafa greiðan aðgang að næringarríku og heilnæmu fóðri og vatni.

Þurrfóður skal geyma á þurrum og köldum stað en nýmeti skal geyma við +4°C - +8°C eða

fryst við minnst -18°C. Fóðrið skal útbúið á sérstökum stað.

Dýrin skulu hafa greiðan aðgang að hreinu vatni. Daglegt eftirlit skal hafa með

sjálfvirkum brynningartækjum. Hafi dýrin ekki greiðan aðgang að vatni, ber að brynna þeim

minnst tvisvar á dag. Vatnsþörf þeirra telst ekki fullnægt með aðgangi að snjó.

10. gr.

Þrífa skal vistarverur, innréttingar, gerði og annan útbúnað reglulega og þess gætt að

skipta nægilega oft um þekjulag gólfs eða gerðis, svo að það valdi dýrunum ekki

óþægindum. Úrgang ber að fjarlægja með hreinlegum hætti.

12. gr.

Alvarleg eða endurtekin brot gegn reglugerð þessari varða sviptingu rekstrarleyfis, nema þyngri viðurlög liggi við.

Brot gegn reglugerð þessari varða sektum eða varðhaldi. Ef brot er stórfellt eða ítrekað getur það varðað fangelsi allt að tveimur árum. Með mál vegna brota á reglugerð þessari skal farið samkvæmt lögum um meðferð opinberra mála.

Þetta er skýrt og <b>EF</b> einhver er að brjóta þau á að bregðast við strax.

<br><br>Kv. <B>REB</B>s - The more people I meet…the more I like my DOG! - ,,Is it dead?” :Rocco (David Della Rocco) The Boondock Saints