Vitiði hvað??
Ég var úti að labba með litla hundinn minn þegar allt í einu fer einhver að <u>SJÓTA UPP FLUGELDUM!!</u>
<b>og þá meina ég fullt af stórum flugeldum og kökum og drasli</b>
Það seint um kvöld og enginn bjóst við þessu.
Hundurinn minn varð svo skíthræddur, hún rauk af stað og hljóp stefnulaust út í myrkrið, sem betur fer var hún í svona ól sem lengist..en hún vildi ekki hlusta á mig, ég þurfti að draga ólina að mér jafnóðum og ég gekk að henni því hún togaði bara og togaði.
Tíkin mín togar <b>aldrei</b> í taumi og hlýðir mér alltaf þegar hún er laus, sem betur fer var hún ekki laus núna! Þá veit ég ekki hvað hún hefði gert.
Hún hefur aldrei á ævinni verið svona hrædd, titraði og skalf allan tímann og á eftir, hún er náttúrulega alltaf inni um áramótin þannig að ég vissi ekki að hún væri SVONA hrædd við flugeldar.
Svo eftir að hún hætti að titra var hún svo stressuð að þetta <b>eyðilagði algjörlega</b> göngutúrinn og ég þurfti að fara heim miklu fyrr en venjulega.
Svo komst ég að því að einhver skaut þessu upp vegna þess að skotar sigruðu ísland í fótbolta eða eitthvað en fólk mætti nú aðeins hugsa, svo voru kannski einhver lítil börn farin að sofa og aðrir með hunda úti svo þetta hlýtur að hafa truflað fleira fólk en mig. Það má eiginlega ekki gera svona,
ég meina það er í lagi smávegis og svo mikið um áramótin en ekki SVONA MIKIÐ á virkum degi, seint um kvöld og algjörlega óvænt!!
Mér fannst þetta mjög leiðinlegt. Flugeldarnir voru náttúrulega flottir en ég gat ekki horft á það því ég átti fullt í fangi að reyna að róa hundinn minn. :(
Hef ekki hugmynd um hver skaut þessu upp?
—————————————————————–
og mér finnst líka að það ætti að aðgreina alla stíga og banna t.d. hestum og mótorhjólum að fara á göngustígi fyrir gangandi fólk.
Það eru t.d. stígarnir sem ég nota oft (viðarkurl eða möl), sem liggja um svæði sem ég get haft Dúnu mína lausa, þar er oft:
<b>a) hrossaskítur
b) 10 cm djúp hófaför (sem hundurinn minn dettur með lappirnar oní)
c) djúp mótorhjóla för eða
d) mótorhjól á fullri ferð (framhjá okkur).</b>
Svo safnast vatn fyrir í förunum og allt verður að klessu og ég á fullt í fangi með að passa að hundurinn stígi ekki í hrossaskítinn.
Þó það sé skilti sem banni umferð vélknúinna ökutækja á göngustígunum þá fara gelgju strákarnir samt.
Ég er ekkert smá hrædd um hundinn minn þegar einhver kemur á fullri ferð á þessum stóru hávaðasömu tækjum og bruna framhjá manni, ég þarf bara að grípa Dúnu og halda á henni svo hún verði ekki keyrð niður. :(
Ætlaði ekki að vera leiðinleg of kvarta bara ég varð að segja frá þessu.
Mér finnst að svona fólk ætti að sýna okkur hinum smá tillitssemi.
Finnst ykkur það ekki?<br><br>Kv. <B>REB</B>s - The more people I meet…the more I like my DOG! - ,,Is it dead?" :Rocco (David Della Rocco) The Boondock Saints