Já, einmitt…ég var að pæla í því af hverju það eru svona fáir karlkyns hugarar á hunda áhugamálinu.
Hvar eru þeir? hmmm….
Það eru fullt af stelpum og fullt af hvorukyns fólki (þeir sem taka ekki fram kyn)
en fáir karlkyns. Nema að allt þetta hvorukyns fólk séu bara karlkyns:)
Nöfnin geta nefninlega verið mjög misvísandi.
Mér finnst að fólk ætti að sýna kyn sitt, bara svona svo maður viti
hvort maður er að svara/spyrja “kk eða kvk”. Skemmtilegra :)
Það er náttúrulega allt annað með aldurinn, það eru ekki allir sem vilja sýna hann
en mér finnst sjálfsagt að segja hvort kynið maður sé :)
Áhugamál eru oft svo kynjaskipt, ég veit svo sem að það eru ekki bara stelpur í hundum
en þær virðast samt vera miklu fleiri hér.
Það væri líka gaman að fá sjónarhorn fleiri karlmanna á hundamálum og hundauppeldi og svoleiðis.
Eða eru stelpurnar bestar í þessu ;) Hvað finnst ykkur?
<br><br>Kv. <B>REB</B>s - The more people I meet…the more I like my DOG! - ,,Is it dead?" :Rocco (David Della Rocco) The Boondock Saints