Hafiði tekið eftir því að núna eftir hundasýninguna hefur fjölgað auglýsingum þar sem fólk óskar eftir hundum! :)

Það eru líka fleiri sem óska eftir stálpuðum/fullorðnum hundum og lýsa jafnvel fjölskylduhögum sínum í auglýsingunum.

Ég held að það sé bara góð þróun að fleira fólk hefur áhuga á hundum, en vona samt að þetta sé ekki bara tímabil hjá því og að þau missi áhugann fljótlega.(ég veit ekki hvort ég sé með fullkomnunar áráttu en mér finnst auglýsingar með stafsetningarvillum ekki mjög traustverðugar, ekki viss afhverju.)

Þess vegna finnst mér að klúbbar fyrir hunda séu bráðnauðsynlegir, og að það sé alltaf eitthvað í gangi sem hvetur fólk til að fara út með hundana sína og gera eitthvað skemmtilegt. Sýna sig og hundana sína og sjá aðra. Svo styrkir þetta líka tengsl milli hunds og eiganda gífurlega, umhverfisvenur hvolpa og eykur heilbrigði hundanna (hreyfing+gleði).

Ég er ekki í svona klúbb (tegundaklúbb HRFÍ, hvuttaklúbbnum o.s.frv.) en hvað segið þið sem eruð í þeim. Er nógu mikið gert þar? Vilduð þið að það væri meira að gerast fyrir hundaeigendur?
Viljið þið að eitthvað annað sé gert? <br><br>——–
Kv. <B>REB</B>s - The more people I meet…the more I like my DOG!
,,Is it dead?" :Rocco (David Della Rocco) The Boondock Saints