Þegar ég sá þessa frétt í DV varð ég svo reiður. Ég viðurkenni það alveg að þegar ég verð reiður segi ég margt ljótt sem ég meina ekki, t.d. að það hefði átt að skera þessi fífl á háls.
Þeir sem ekki vita hvað ég er að tala um þá tóku nokkrir Verslingar upp á því að fara niður á Geirsnef (“hundaparadísina”) með ljós- og hátíðnibúnað. Þeir voru að gera tilraun og það á hundum, og þá sérstaklega heimilishundum annarra!! Það hlýtur að vanta eitthvað mikið í þetta lið. Allir hundarnir ærðust og flúðu en skiluðu sér sem betur fer aftur. Vona bara að þetta hafi ekki varanleg sálfræðileg áhrif á þá, þeir hafa getað orðið hræddir við svæðið t.d. út frá þessu, bundið þetta við svæðið.
Þetta lið sem gerði þetta ætti að láta kíkja á sig, sjá hvaða greindavísitölu þau eru með. Ég er frekar reiður út í þau en ég reyni að halda aftur af mér. :)
Ég á sjálfur yndislegan hund og ég var sem betur fer ekki þarna, veit ekki hvað maður hefði gert.<br><br>Kveðja,
Kristinn.