Hvað fannst ykkur um hundasýninguna?
Hundarnir voru svo langt frá að ég gat ekki einusinni tekið mynd af þeim. Svo var ekki hægt að skoða hundana sem biðu eftir að fá að sýna eða talað við ræktendur eða neitt, þeir voru allir á bakvið. Mig langaði svo að tala við ræktanda, marga ræktendur, til að finna hundateg. fyrir mig.
Ég ætlaði að fara að taka mynd af Japanese Spitz hundinum, var að horfa á skjáinn á myndavélinni þegar hann kúkaði allt í einu á gólfið! Aumingja eigandinn, ég hefði verið alveg eins og asni :)
Afgana hundurinn var flottur en var búið að klippa hann eða er hann ennþá svo ungur að feldurinn er ekki síðari en þetta? Hann væri flottari ef hann væri síðhærðari eins og þeir eru venjulega.
Ég bjóst líka við að hann væri í þessum týpíska ljósbrúna lit, ekki svona svartur.
Jæja, fer allavega á hundasýninguna á eftir
kannski er hún eitthvað öðrumvísi í dag, en annars var sýningin alveg prýðileg.
<br><br>Kv. REBs
The more people I meet…the more I like my DOG!