Það er Hundaræktafélag Íslands sem heldur þessa sýningu. Hún verður haldin í reiðhöll Gusts.
Á laugardaginn verða tegundahópar 5-6-8 og 10 dæmdir
Á sunnudag verða tegundahópar 1-2-3-7 og 9 dæmdir og besti hvolpur sýningar, besti öldungur sýningar, besta par sýningar, besti afkvæmahópur sýningar, besti ræktunarhópur sýningar og besti hundur sýningar valin.
Stigahæsti hundur ársins og stigahæsti öldungur ársins verða heiðraðir. Stigahæsti ungi sýnandi ársins (yngri og eldri flokkur) verða heiðraðir.
Upplýsingar um tegundahópa er m.a. að fá á hvuttar.net (veldu tegundir).
Ég ætla pottþétt að fara. Ætla að tala við ræktendurnar því ég ætla að fá mér hvolp.
Vona að sem flestir komist.<br><br>The more people I meet…the more I like my DOG!