Það að fá sér annan hund er mjög svo í lagi, en ég mæli með því að þú kynnir þér tegundina vel áður en þú færð þér Beagle. Þetta er í raun ekki mjög þægilegur heimilishundur, hann er gífurlega þrjóskur og ákveðinn og er ekki mjög aiðvelt að kenna, þvert á móti. Þetta er veiðihundur með gífurlega öflugt þefskyn og þeir eru mjög gjarnir á að fylgja nefinu langar leiðir þrátt fyrir köll eiganda, þeir voru ræktaðir til þessa. Þeir fara mikið úr hárum og gelta mjög hátt og eru í raun allt í allt mjög erfiðir hundar. Ef þér líkar vel við týkina sem þú átt núna get ég alveg mælt með því að þú fáir þér annan poodle, því þetta eru einstaklega skemtilegir heimilishundar og þægilegir. Þeir fara náttúrulega ekki úr hárum o.s.frv. Ef þú ert ákveðin á tegund byrjaðu á því að kynna þér hana, leitaðu þér upplýsinga á netinu. Núna um næstu helgi 5-6 okt er hundasýning í reiðhöllinni í Gust, þar getur þú séð fjöldann allan af hundategundum og getur talað við fólkið sem er að rækta og sýna og komist að því hvað hentar þér. Ekki taka því sem svo að þú eigir ekki að fá þér Beagle ef þig langar í þá en mundu bara að þeir eru mjög erfiðir hundar og ótrúlega sterkir m.v. stærð. Og ef þú færð þér Beagle frá Dalsmynni (Mánaskyn er innan þess) þá ertu að halda uppi hvolpaframleiðslu, það er betra að hætta algjörlega að versla til að aðstoða við það að stöðva hana. Hundar með ættbók frá Íshundum geta ekki verið skráðir né sýndir hjá HRFÍ. Ef þig langar í Beagle þá skaltu endilega fá þér Beagle en það sem þú spyrð um eru minnst af vandræðunum við þessa hunda, þeir eru ekki ræktaðir sem heimilishundar heldur veiðihundar og því er auðveldara að vera með hunda sem eru ræktaðir sem selskaps- eða vinnuhundar sem eru mikið og náið með mannsólki. Ég vona að þetta hafi eitthvað getaði hjálpað þér og ef þig vantar einhverjar upplýsingar þá er þér velkomið að hana samband og ég skal með glöðu geði hjálpa þér.
kveðja zheelah