Það sem ætti fyrst og fremst að gera er að fara í hundaskólann með tíkina(mæli með Gallerý-Voff hjá Ástu Dóru)! Bæði það að þú lærir rosalega vel að skilja hundinn þinn og þú færð afslátt af hundagjaldinu árlega.
Annars er önnur aðferð sem hefur virkað betur fyrir mig:
Það á í rauninni að vera nokkuð sjálfsagður hlutur að hundurinn hlíði innkalli. Þú átt að vera skemmtilegasta persónan sem hann þekkir og hann á að vilja gera allt fyrir þig. Þetta fæst ekki með engu. Það er mjög gott ráð að fara með tíkina út að labba í frekar löngum taum(ekki flexy samt)aldrei leifa henni að toga í tauminn! Ef hún gerir það, rikktu þá í tauminn en ekki skamma hana. Taumurinn sér um skammirnar en þú heldur áfram að vera skemmtileg!
Ok. Þegar hún er komin með það á hreint að hún á ekki að toga getur innkallið byrjað!
Labbaðu með hana í smá stund án þess að segja neitt við hana(láttu hana gleyma sér). Stoppaðuu svo snögglega labbuðu strax í öfuga átt við hana, segðu komdu, kipptu í tauminn(ef hún snýr sér ekki við á sekúndunni) og hrósaðu henni þegar hún eltir þig. Þette skaltu endur taka OFT og leyfa henni að gleyma sér inn á milli og gerðu þetta svo aftur þangað til hún fylgir þér hvert skref :).
Svo kemur innkall á víðavangi.
Þá er gott að eiga mjög langt og mjótt, en samt sem áður sterkt, band. Leyfðu henni að vandra um í bandinu eins og hún sé frjáls. Hafðu samt tauminn ekki þannig að hún flæki lappirnar í honum, helst hafa hann þannig að taumurinn sé alltaf á lofti, án þess að vera að toga í hann. Þegar hún er búin að vappa um í smá stund segu þá komdu. Ef hún hlýðir ekki segðu þá komdu með aðeins ákveðnari tón en áður, kipptu í spottann og hrósaðu henni þegar hún kemur. Það er gott að koma henni á óvart með að hafa stundum nammi og stundum ekki. Gerðu þetta nokkrum sinnum þangað til að hún er farin að hlíða. Láttu stundum líða lengra á milli skipana svo að hún nái að gleyma sér í egin heimi(heimi liktarskinsins og hvolpaleiksins :)).
Mundu svo að hún er bara hundur og lærir ekkert einn, tveir og tíu. =) Vonandi reynist þetta vel!
Þér er einnig velkomið að spyrja mig eitthvað frekar á e-mailinu mínu:
mydog8me85@hotmail.com