Takk æðislega fyri, sko ég var í heimsókn hjá Max í dag og sá að aumingja konan er að segja satt, tíkin var æst í að fara til hvolpana en stökk ofan í og aftur uppúr, hafði engann tíma til að gefa þeim þótt að þeir væru vælandi. Miðað við þetta allt saman þá held ég að hann hafi það miklu betur hjá mér og með alla mína athygli ALLAN daginn (er heimavinnandi). Hann kemur líklegast til mín á morgun, ég ætla að kaupa gott fóður og þurrmjólk svo að þetta verði ekki of mikil viðbrigði fyrir greyið, þar að auki er allt of subbulegt hjá hvolpunum, ég vorkenni þeim og get ekki beðið eftir að fá hann til mín svo að það sé hugsað almennilega um hann.
Ég er kannski að ímynda mér en í hvert skipti sem ég kem þá byrjar hann að væla og hleypur þangað sem ég get tekið hann upp ;)
Kveðja
HJARTA (Krissa)