það er ALLTOF snemmt að láta hvolpa frá sér 5-6 vikna gamla, þeir verða kannski ekki geðveikir en geta átt við hegðunarvandamál að stríða þegar að þeir verða eldri ofl. Hundar ganga í gegnum ýmis þroskastig og er t.d. nýburastigið hjá þeim þegar að þeir eru 11-14 daga. Þá eru þeir algjölega háðir mömmu sinni, þeir heyra ekki og sjá ekki. Næsta þroskastig er 2-4 vikna sem er það stig sem hundurinn sem þú ert að spá í að fá þér er á núna. Þá fara þeir að sjá og öll önnur skynfæri verða virk. Hvolparnir fara að vera virkari, tennurnar fara að koma í ljós og þeir fara að naga hvern annan, fara síðan að skríða úr bælinu, fara að leika sér og kúka og pissa. 3-12 vikna, á þessu tímabili eru hvolparnir að þróa með sér aðlögun gagnvart hverjum öðrum, mömmu sinni, mannfólki og öðrum þáttum í umhverfinu það er því mikilvægt að hann hitti aðra hunda og ólíkar manneskjur á þessu aldurskeiði. osfrv osfrv, ég ætla ekki að fara að vera með grein um þroska hunda en aðalmálið er að þeir eru að þroskast mikið á fyrstu vikunum og er mamma þeirra best til að kenna þeim fyrstu vikurnar og því ekki ráðlagt að taka hvolpa svona snemma frá henni. HJARTA ef þú ert enn í vandræðum, prufaðu þá að hringja í einhvern dýralækni og spyrja hann. Þú hlýtur að geta fengið hann ca. 8 vikna.