Ég á hund sem er nýorðinn 1 árs og ég tók eftir því að fyrir u.þ.b mánuði fékk hann bólu eða eitthvað á hökuna.
Núna áðan var ég að taka eftir því að þeim er búið að fjölga allveg helling!
Ég nottlega hringdi strax upp í Víðidal og stelpan sagði að ég þyrfti að koma með hann í skoðinn sem kostar 2000kall!!!
það finnst mér soldið mikið bara fyrir skoðun!
T.d. fór ég með hann til að láta binda um þófann á honum því að það steig hestur á hann og reif upp smá á milli tánna á annarri aftur löppinni og það kostaði rétt yfir 5 hundruð kall!!
soldið fáránlegt verð, en ég skil samt vel að þau þurfi að hafa þetta svona dýrt en mér finnst samt alveg eiga að vera hægt að “kíkja” bara á bólurnar og búið!!
allaveg bara mitt álit , en getur einhver sagt mér hvað sé að ?