Ég var svona að spá í því hvað þið gerið við hundana ykkar á meðan þið eruð í vinnunni. Ég er sjálf ekki að vinna og get því verið heima hjá Týru allan daginn. En hvernig er þetta hjá ykkur? Sérstaklega ykkur sem eruð með hvolpa.
Voffinn minn þarf að vera heima í sex tíma á dag (nema um helgar þá ekkert) hann er bara sofandi mestallan tíman. Á meðan hann var hvolpur skiptumst við í fjöldskyldunni á að koma í hádeiginu að setja hann út að pissa og svona.
Ég vinn frá 8-5 en kem alltaf heim í hádeginu til að hleypa hundinum mínum út. Það hefur bara verið regla síðan hann var hvolpur (hann er núna 18 mánaða). En svo um helgar erum við heima, og ef við förum í bæinn eða eitthvað annað þá tökum við hann einfaldlega bara með. Kveðja Sigga1
Ég held að það besta sé að hafa hundinn(sérstaklega ef það er hvolpur) í búri þegar maður er ekki heima! Ég gerði það með hundinn minn þegar hann var hvolpur og þá svaf hann allan tímann sem ég var í burtu! Það er ekki þannig að hundurinn haldi að það sé refsing eða eitthvað slæmt að fara í búrið. Öllu heldur á búrið að vera notalegt bæli sem hundurinn sækir eftir að vera í!
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..