Ég var að glugga í Sám og rakst á þessi skrif:
“Puppy farming” á Íslandi.
Í febrúar fékk HRFÍ upplýsingar þess efnis að stór ræktunarbú á Reykjavíkursvæðinu hafði fengið afgreitt starfsleyfi fyrir 100-120 ræktunarhundum. Stjór HRFÍ fékk þetta staðfest nokkrum dögum síðar og hefur m.a. undir höndum ljósrit af leyfisveitingu lögreglustjóra ásamt skýrslu héraðsdýralæknis frá 22. janúar s.l. þar sem fram kemur að u.þ.b. 190 hundar væru á búinu í umsjá fjögurra aðila.
Í febrúar sendi stjórn HRFÍ dýraverndunarráði mótmæli vegna leyfisveitingar til ræktunarbúsins. Jafnframt lýsti félagið yfir undrun sinni að atvinnureksturinn hafði stækkað á tímabilinu frá árinu 1999-2002 á meðan ræktunarbúið uppfyllti ekki lágmarkskröfur um aðbúnað hunda. Einnig var skorað á dýraverndunarráð að það beitti sér fyrir að settar yrðu sambærilegar reglur við þær sem gilda á öðrum norðurlöndum varðandi umhirðu og aðbúnað gæludýra á ræktunarbúum.
Undirskriftarlisti var sendur á milli hundaeigenda á annara dýraeigenda í mars. U.þ.b. 300 erlendir og innlendir dýravinir sendu dýraverndunarráði mótmæli vegna leyfisveitingarinnar.
FCI sendi bréf til HRFÍ þann 25.febrúar vegna “Puppy farming” á Íslandi. Þar sem kemur fram er að FCI hafi ekki vald til að mótmæla leyfisveitingu fyrir hundaframleiðslu á Íslandi. En FCI ítreka að sem aðildafélag að FCI beri Hundaræktunarfélagi Íslands skylda til að stuðla að öryggi, heilsufari og abyrhri hundaræktun á Íslandi.
Hundaræktarfélagið á fulltrúa í óopinberri nefnd sem ætlar að gera tillögur á breytingum á reglugerð um dýrahald í atvinnuskyni. Breytingartillögur nefndarinnar verða birtar í Sámi þegar því starfi líkur.