Eina ástæðan sem ég heyrt sem getur verið valdandi að hundar borði hundaskít, sinn eigin þá aðallega, er þegar fólk notar þá aðferð að ota trýninu þeirra ofan í skítinn ef þeir gleyma sér og kúka inni. þá getur verið að þeir fari að skilja það þannig að þetta sé eitthvað sem þeir eigi að borða.
annars hef ég nú einu sinni lent í því með mína tík að hún var eitthvað að pæla í að borða kúkinn sinn, fannst hann voða girnilegur þannig að ég athugaði hvað í ósköpunum hún væri eiginlega að pæla. ástæðan var ósköp einföld, hún hafi fengið afgang af gulum baunum með korninu sínu og þarna voru þær heilar, ómeltar og gvuðdómlega girnilegar. eftir þetta fær hún ekki mat sem kemur bara út í heilu lagi aftur. vandamálið leyst :)
kv. Pooh