Sæl verið þið,

Jæja eftir 19 ára bið hef ég ákveðið að fá mér hvolp og leita þess vegna til ykkar. Ég er búin að drekka í mig upplýsingar um hunda, umhirðu og annað (allt linkar frá þessu áhugamáli).

Ég er að leita af gefins labrador hvolpi (ekki tík) eða labrador blendingur. Ég get lofað ykkur því að betra heimili finnið þið ekki fyrir litla gullið ykkar, enda geri ég mér fullagrein fyrir því að það er erfitt að finna rétta fjölskyldu handa litlu kríli.

Hundurinn verður einn af fjölskyldunni má frekar segja að ég sé að fá lítinn strák ;) Og ég er þannig gerð að ég myndi aldrei láta hann sofa í búri vegna þess að ég sjálf myndi ekki vilja það, hann fær bæli sem verður fyrst um sinn inn í hjónaherbergi eins og var ráðlagt á síðu sem ég las.

Ef þið eruð að gefa hvolp þá endilega svara mér hér eða senda e-mail á hjarta@simnet.is

Kær kveðja
HJARTA
Kveðja