Það fer algerlega eftir því hvað þér semst um við kaupendur. Ef þeir eru hreinræktaðir border collie geturðu líklega selt þá á meira.
Hins vegar finnst mér að þú verðir að láta ormahreinsa og bólusetja ef hvolparnir eru ennþá í þínum höndum þegar á að gera það í fyrsta skipti en þeir mega ekki fara frá tíkinni fyrr en í fyrsta lagi 8 vikna. Ég fann þetta á hvuttar.net:
<a href="
http://www.hvuttar.net/ormahreinsun.htm">
Bólusetningar og ormalyfsgjafir hunda:</a>
-Ormahreinsa tíkur eftir got og hvolpa þeirra við þriggja vikna aldurinn.
-Ormahreinsa hvolpa fyrir grunnbólusetningu gegn smáveirusótt og lifrarbólgu (6-8 vikna)
-Fyrsta bólusetning 8 vikna
-Önnur bólusetning 12 vikna og ormahreinsun hjá dýralækni (lagaskylda
-Bólusetja árlega og ormahreinsa samkvæmt ofanrituðu.