Sæl hundahugarar..
nú langar mig að biðja um álit ykkar og reynslu á geldingu hunda.
Þannig er að ég er með tvo hunda og mér hefur bæði verið ráðlagt að láta gelda þá og svo ekki. Rökin fyrir geldingu eru þau að hundurinn fari ekki að heiman þ.e. verði heimakærari og svo eru rökin fyrir því að gelda hann ekki að hann verði heimakærari og þar með grimmari (passar meira upp á sitt svæði) og svo að hann fitni.
Reyndar hef ég nú tekið þá ákvörðun að gelda ekki hundana mína, þar sem þeir stinga aldrei af og á meðan þeir eru þægir svona ógeldir þá sé ég ekki ástæðu til að svipta þá náttúrunni :)
En á hinn bóginn er annar þeirra hjartveikur og þvi mjög áríðandi að það komi ekkert slys undan honum.
en endilega leyfið mér að heyra ykkar álit og reynslu.
Kv.
Isiss