Ræktandi kærir myndatökur og atvinnuróg
„Ég ætla að kæra þetta. Ég er búin að fá meira en nóg,“ segir Ásta Sigurðardóttir, hundaræktandi að Dalsmynni á Kjalarnesi. Stormasamt hefur verið í kringum hundaræktarbú hennar og fjölskyldu hennar í Dalsmynni í gegn um tíðina. Nú hefur ófriður blossað upp að nýju. Að þessu sinni er um að ræða myndir sem teknar eru á búinu, í óleyfi, að sögn Ástu. Þær hafa verið settar inn á netsíður, auk fullyrðinga um slæma meðferð á hundunum í Dalsmynni.
„Ég trúi ekki að það standist lög að fólk fari inn á ræktunarbú, þegar búið er að hafna beiðni þess þar að lútandi, hvað þá að það taki myndir undir kringumstæðum sem ekki eru venjulegar og dreifi þeim á Netinu,“ segir Ásta. „Ummæli sem síðan hafa birst um búið er hreinn atvinnurógur. Þeir sem að þessu standa verða kallaðir til ábyrgðar.“
Ásta sagði að myndirnar umræddu væru þannig til komnar að tvær stúlkur hefðu komið í heimsókn að Dalsmynni með hund sem væri þaðan. Hefðu þær sagt erindið að fá að sjá foreldra hundsins. Ásta segir að þeim hafi verið sagt, að ekki væri hægt að verða við því að svo stöddu því verið væri að mála í hundahúsinu, auk þess sem kaupandi væri að koma og sækja hund.
Stúlkurnar hefðu spurt hvort þær mættu fara inn í húsið eða kíkja á gluggana. Þeim hefði verið neitað um það. Þá hefðu þær farið á bak við hús. Þegar hefði verið farið að lengja eftir þeim hefði verið farið að athuga með þær. Þá hefðu þær legið hálfar inn um glugga á húsinu. Afrakstur erfiðis þeirra hefði verið myndirnar sem búið væri að dreifa á Netinu.
„Ég hafði sett litla hunda af fleiri en einni tegund saman í stíu af því ég var að mála og hreinsa aðra stíu,“ sagði Ásta. „Þess vegna náðu þær þessum myndum sem þær tóku inn um gluggana.
Hingað koma reglulega eftirlitsaðilar og ég hef öll tilskilin leyfi til rekstrarins. Það segir allt sem segja þarf.“
<br><br><b>“Playing bridge is like having sex, if you don´t have a good partner, then you better have a good hand…”</b>
Kíkjið á síðuna mína <a href="
http://kasmir.hugi.is/gungun/"> hérna </a> <u>flottar</u> hundamyndir og jóks.