Aðeins meira um Jón í Laugardalnum:
Þetta ferli, frá því að það var fyrst kvartað og þangað til að hundarnir voru loksins teknir af honum fyrir fullt og allt, tók mörg ár. Þeir voru reyndar teknir af honum nokkrum sinnum, en alltaf fékk hann þá til baka.
Ég fór einu sinni þarna til hans með vini mínum sem var að spá í að fá sér hvolp. Við fengum algjört sjokk þegar við komum þarna. Hann fór inn í einhverja kjallaraholu og kom með hundinn út. Hann var allur í skít og lyktin af honum var þvílík. Þarna í kjallaranum vorum um 20 hundar sem fengu ekkert að fara út, þeir voru þarna allan daginn í eigin hlandi og skít. Þetta var síðasti hvolpurinn og við gátum ekki fengið að sjá foreldrana (hljómar kunnuglega!). Við ákváðum að taka hundinn strax þvíð við gátum ekki hugsað okkur að skilja hann eftir í þessu ógeði. Reyndar þurftum við ekkert að borga fyrir hann af því hann var orðinn 5 mánaða. Það var brunað með hann beint heim í bílskúr og hann þveginn hátt og lágt til að reyna að ná mestu lyktinni úr honum.
Hann byrjaði hundaræktunina þannig að hann smyglaði inn hundi og tík, og ræktaði undan þeim.. til að byrja með. Síðan fór hann að nota afkvæmi þessarra hunda hvort á annað eða á foreldrana, því það voru ekki til fleiri springer spaniel á landinu á þessum tíma. Síðan var hann auðvitað rekinn úr HRFÍ (eins og fleiri) en hann hélt áfram að rækta undan sínum hundum. Þetta var orðið svo hrikalega skyldleikaræktað hjá honum að nánast hver einasti hvolpur var gallaður, skapgerðin eða líkamlega.
En samt sem áður, þá var Jón bara ljúflingur miðað við pakkið á Dalsmynni, þó hann hefði auðvitað verið klikk. Hann var með um 20-25 hunda þegar mest var, en þær eru hins vegar með um 40-50 hunda á mann. Hann var líka bara að rækta eina tegund. Hann vildi alltaf fylgjast með hvolpunum eftir að þeir fóru frá honum, annað en Dalsmynnispakkið, þeim er svo nákvæmlega sama hvað verður um hvolpana, svo lengi sem þær fá peninginn fyrir hann. Og hann var heldur ekki að okra. Það kom fyrir að hann gæfi hunda. Ég sé það gerast á Dalsmynni.
Miðað við að ástandið er í raun miklu verra á Dalsmynni heldur en hjá Jóni, þá er alveg ótrúlegt að það sé ekkert búið að gera í þessu og loka sjoppunni að Dalsmynni. Hvað þarf eiginlega að gerast til að eitthvað verði gert!!