Stór hundur hlýtur að éta svona kíló af þurrfóðri á dag eða eitthvað álíka. Skv. heimasíðu Hagkaup geturðu fengið 20 kg af þurrfóðri á 3.262 og það ætti sem sagt að endast í 20 daga eða ca. 5000 kall á mánuði. Svo er dýralæknir einu sinni á ári, parvo sprauta, ormalyf og tilheyrandi. Kannski 5 þús. kall eða eitthvað álíka. Svo er líka sem kemur uppá, eyrnabólgur, slys og tilfallandi, kannski svipað. Þá er eftir hundaleyfi, fer eftir því hvar þú býrð, getur verið 7 - 12 þús. á ári. Ef þú síðan ætlar í frí, þá þarftu hundahótel nema þú hafir einhvern til að passa. Samtals a.m.k. ca. 80 þús. á ári.