þannig er að bróðir minn á tík sem er labrador blendingur,
tíkin hætti á lóða viku fyrir verslunarmannahelgi, enn þannig er mál með vexti að við fjölskyldan fórum öll saman um verslunarmannahelgina í tjaldútilegu ásamt hundum þ.e. 21 mánaða tik bróður míns og minn hundur sem er hreinn labrador 3ára. Málið er að tíkin var alltaf að riðlast á hundinum mínum, mig langar að vita afhverju tíkin gerir þetta. Eg hélt að þetta ætti að vera öfugt.