Það er best að hringja í HRFÍ og fá nafnið á tengiliðnum fyrir Westie hunda.
Ég sá svona hunda á hundasýningu Hrfí um daginn og mér fannst þeir æði og væri sko alveg til í að eiga einn. Á einn Silky Terrier sem er 11 mánaða núna og algert krútt. Langar að fá mér annan hund einhvern tímann og þá er Westie ofarlega á lista hjá mér. Tengiliðurinn sagði mér varðandi Westiehundana að það hefði ekki verið got hér í 2 ár og það væri ekkert framundan. Hundarnir sem eru hér á landi væri hreinlega ekki nógu góðir til pörunar. Það þyrfti að flytja inn nýja hunda.
En ég ætla að hafa samband svona við og við og fylgjast með því, því ég hef brennandi áhuga á að eignast einn. Ef þú skyldir fá upplýsingar um að eitthvað væri í gangi endilega láttu mig vita.
Ég sá líka á heimasíðu Silky Terrier félagsins að það væri einn hvolpur óráðstafaður úr mjög góðu goti. (ég veit reyndar ekki hvort það sé gömul tilkynning) Pabbinn er alþjóðlegur meistari. Getur ekki verið betra eintak, þannig að ef það vekur áhuga þinn þá myndi ég ekki hika við að skella mér á eintak.
Þeir eru frábærir, en eins og Westiehundarnir, með terriereðlið í sér, sjálfstæðir og dálítið þrjóskir. Þannig að það er bara að vera ákveðin, þá eru þetta algerir ljúflingar.