Ég held að það væri langsniðugast fyrir þig að skreppa með hvolpinn á námskeið, svona til að byrja ævina vel hjá honum.
Það er vel hægt að kenna honum allt þetta sjálf/ur, en oft er betra að fá hjálp frá fagaðilum ef þetta er í fyrsta sinn sem þú ert að þjálfa hund. Einning spilar kynið svolítinn þátt í því hvernig þeir taka við þjálfun.
Bara muna líka að hafa skýrar reglur frá upphafi, td með hvar hann má og má ekki vera, td með að vera í sófanum, uppi í rúmi, eða sníkja mat frá borðinu og þessháttar smáatriði sem geta orðið hvimleið þegar hundurinn eldist. (allavega leyfði ég mínum hundum ekki að sofa í sófanum eða rúminu né sníkja frá borðinu)
Einnig langar mér að benda þér á eitt sem ég kenndi labrador tíkinni minni, það var að í hvert sinn sem við komum inn úr göngu, eða þegar ég losaði hana úr ólinni úti á gönguferðum, þá lét ég hana setjast, og hún mátti alls ekki standa upp eða hlaupa af stað fyrr en ég sagði “frjáls”
Ef hún hljóp af stað áður þá kallaði ég hana inn og lét hana setjast á nákvæmlega sama stað og lét hana bíða þar til ég sagði orðið.
Ég mæli ekki með að hefja þessa þjálfun fyrr en hundurinn hlýðir innkalli 100%, gott er að nota flexi framlengingarólar til þess að þjálfa þá í að koma þegar maður kallar á þá.
En já, erfitt að segja frá öllu í einum pósti. :/
Ef það er eitthvað spes sem þú ert að spá í, þá endilega spurðu og ég skal svara eftir bestu getu, ég er enginn hundaþjálfari, en ég kann orðið sitthvað um eitt og annað ;D
Og án efa eru einhverjir af hinum snillingunum hérna með einhver góð ráð fyrir þig líka.
Gangi þér vel, og til hamingju með félagann þinn, ég vona að þið eigið eftir að eiga góða og hamingjusama ævi framundan saman :)<br><br>——————————
“Það besta sem Guð hefur skapað er …… nýr dagur”