Persónulegar árásir hingað og þangað og ljót orð falla eins og fólki sé borgað fyrir að vera dónalegt hérna á þessu áhugamáli.
Mér finnst ofboðslega leiðinlegt að horfa upp á ykkur kæra fólk, þið vitið flest öll rosalega mikið um hunda, og það væri gaman ef þið gætuð miðlað reynslu og ráðum til hvors annars án þess að vera að rífast.
Reynið að virða það að fólk hefur mismunandi skoðanir á hutunum, og þó að einhver sé ekki sammála ykkur þá gerir það viðkomandi ekki umsvifalaust að asna!
Ég held að fólk þori ekki bráðum að senda inn greinar hingað vegna þess að sum svörin hérna eru frekar barnaleg og já .. leiðinleg held ég að ég verði að segja.
Ég skora á ykkur að taka ykkur aðeins saman í andlitinu og reyna að vera “vinir”.
Ekki taka öllu sem er sagt beint inn á ykkur sem persónulegri árás, og ekki hoppa í rosa vörn þó einhver sé ekki sammála ykkur.
Með alla þessa þekkingu sem fólkið hérna á Hundum býr yfir, þá gæti þetta áhugamál blómstrað ..
Er fólk ekki almennt sammála þessum hugsunum mínum ?
Bestu kveðjur, Zaluki<br><br>——————————
“Það besta sem Guð hefur skapað er …… nýr dagur”
———————————————–