Ég hef heyrt sögur af hundaræktuninni í Dalsmynni, og það ekki ófáar. Ég þekki líka dýralækni, og hann hefur ekki gott að segja frá þeim stað. Hundarnir eru víst geymdir í búrum meiri part dagsins, þangað til að þeir seljast (ef þeir seljast). Svo finnst mér sjálfum, þau vera að ofrækta ýmsar tegundir ;) Eins og t.d. Beagle, ég á sjálfur beagle, fenginn úr dalsmynni, hún er að vísu heppnuð, en svo þekki ég konu sem átti beagle þaðan, hún fékk hann taugaveiklaðann, hann át meðal annars eftir sig skítinn, og var einnig með ofnæmi fyrir öllu, en svo hringdi konan í dalsmynni með skítamálið, þeir svöruðu þessu: Já hann er bara að þrífa eftir sig.
Ótrúlegt en satt, þau lugu þessu. Svo ég mæli ekki með dalsmynni, en ég vildi helst fá að heyra frá ykkur hérna á huga, og gá hvort þið hafið eitthvað um þetta að segja.
Takk fyrir-
Vilhelm`J