Mig langar að fá skoðun ykkar á svolitlu. málið er að Isolde var að hitta kærasta vinkonu minnar í fyrsta skipti um daginn og það vildi svo til að við hittum hann þegar hann var í blautbúning og hún gersamlega tjúllaðist. gelti og urraði og það skipti ekkert máli þó hann reyndi að tala við hana hún komst ekki yfir hræðsluna. er eitthvað sem hægt er að gera í þessum aðstæðum annað en bara að taka hundspottið í burtu? má ekki alveg skamma hana eða? er kannski betra að gera eitthvað annað? ég lét hann fá pylsu og allez til að reyna að fá hana til að gleyma hræðslunni í smá stund og fatta að þetta væri nú ofsalega skemmtilegur pylsumaður en hún bara borðaði pylsuna hjá honum og sona úr puttunum, hann henti henni ekkert í hana eða þannig, og svo þegar pylsan var búin fór hún aftur á bak og hélt áfram að gelta og soleiss. ég treysti henni alls ekki þegar hún lætur svona vegna þess að þegar dýri finnst sér svona ógnað er ekkert hægt að treysta því 100% eins og vanalega, er það nokkuð?
við prófuðum að leyfa honum að tala við hana þegar hann var kominn í eðlileg föt og þá var hann alveg tekinn í sátt, semsagt bara búningurinn sem kallaði fram þessi viðbrögð.
er hægt að þjálfa hunda til að bregðast öðruvísi við? þar sem ég geri mér grein fyrir því að ég á aldrei eftir að geta kynnt hana fyrir öllum mögulegum skrítnum hlutum sem við eigum eftir að rekast á.
hún bregst samt eins eiginlega við öllu sem henni finnst á einhvern hátt óþæginlega framandi, t.d. einn morguninn var ókunnugur fótbolti í garðinum okkar og ég er hreinlega ekki viss hvort hún hafði áður séð fótbolta. en það skipti því ekki að hún gelti og urraði á boltan og þorði ekki nálægt honum þó ég færi með henni og allt. en svo það skrítna er að núna um helgina lenti blaðra inn í garðinum okkar yfir nóttina, ég veit að hún hefur aldrei séð blöðru áður, og hún var hálf smeik í fyrstu við aðskotahlutinn en það tók bara 1-2 mín í smá hnus í kring þangað til hún fór að leika með hana. ætli það sé minni ókunnugsfólks lykt af blöðrunni en boltanum eða hvað er málið?
hvernig bregðast hundarnir ykkar við svona? kippa þeir sér ekkert upp við framandi hluti? er þetta hegðun sem hægt er að laga. er þetta eitthvað sem ég á að hafa verið búin að taka á? eða eru hundar bara misjafnir?
kv. Pooh