Ég hef látið gelda 2 hunda, þeir róuðust báðir mikið og þeir struku aldrei eftir þetta (annar var frekar gjarn á það). En það er eitt sem þarf að passa og það er mataræðið eftir geldingu vegna þess að þeir eiga það til að fitna..mikið! Eldri hundurinn okkar, hann var með frjálsan aðgang að þurrmatunum, hann var alltaf mjög “slim” og eftir að við létum gelda hann fékk hann áfram að éta eins og hann vildi.. og hann blés út, og það er ekki auðvelt að setja hund í megrun :) En við pössuðum þetta með yngri hundinn og það sá aldrei neitt á honum. Annars mæli ég með því að hundar séu geltir ef það á ekki að rækta undan þeim.
..og Eyeless.. þú hlýtur að vera að grínast! Ég trúi ekki að nokkur manneskja geri aðgerð á dýrinu sínu án þess að hafa þekkingu til.