Ég á 12 ára gamlan langhund(stríhærðan).Þetta er alveg frábær hundur með frábært geðslag.Þessi hundar eru rosalega fjörugir,kátir og skemmtilegir,og geta varla talist sem smáhundar því þeir halda að þeir séu stærstir og geta allt sem þeir stóru geta.
Minn er ennþá í fullu fjöri þrátt fyrir aldur og virðist ekkert ætla að verða gamall :-))
Það er engin tík handa honum til hér,sem er algjör bömmer því hann er nánast fullkomin enda Íslenskur og Alþjóðlegur meistari.
Ég veit ekki til þess að það séu langhundar skráðir hjá HRFÍ sem eru notaðir til undaneldis (Enda ekki nóg til af þeim og flestir komnir á aldur)
Langhundar eru mjög vinsælir bæði í Svíþjóð og Noregi (topp 10 sætum)
Kveðja Schafe