Það er ekki sniðugt að dýfa trýninu á hundinum í pissið. Þú er með því að gefa honum röng skilaboð. Ef trýninu á hundi er klesst ofan í piss eða jafnvel kúk er verið að gefa honum þau skilaboð að hann eigi að éta þetta og getur Það orðið að vana. Til eru dæmi um það að hundur skeit alltaf inni þegar húsráðendur voru í vinnunni og var alltaf húðskammaður þegar að þau komu heim. Á endanum var hundurinn orðinn svo bældur að hann át kúkinn áður en lennti á gólfinu svo að það væri alveg örugglegga enginn kúkur á gólfinu þegar að mamma kæmi heim. Það er til video upptaka af þessu!!! Með pissið, ef þú ert í vandræðum þá þarf að venja hann á að skilja að það er best að pissa úti. Farðu alltaf út með hvolpinn þegar hann er nývaknaður, þegar hann er búinn að éta og eftir mikla hreyfingu eða leik. farðu alltaf með hann á sama stað t.d. sama hornið í gaðinum, bíddu þar til hann hefur klárað sig af og hrósaðu honum þá mjög mikið. Það má aldrei senda hvolpinn út einan því að þá verður hann hræddur um ða verið sé að skilja sig eftir og pissar um leið og hann kemur inn aftur. Ekki heldur skamma hvolpinn fyrir að pissa eða kúka á gólfið þegar að þú sérð ekki til hans. Ef þú sérð hinsvegar til hans þá húðskammaru hann þegar hann er í miðjum klíðum og ferð með hann út og á staðinn í garðinum, ef hann klárar þar fær hann verðlaun.
Kveðja Scorpion