Ég er ekki fyllilega sammála því að belti sé betra en búr, eða öfugt.
Nú eigum við ekki station bíl eða jeppa (ennþá, er í vinnslu) svo við erum með venjulegan fólksbíl, og stóran hund, þegar hún var hvolpur þá keyptum við fyrir hana beisli sem hægt er að setja öryggisbelti í, betra fyrir hana og okkur, þannig að ef við förum utanbæjar, suður eða eitthvað, þá er hún í öryggisbelti, hún situr alveg kyrr (hefur alltaf verið hrikalega góð í bíl) og getur alveg legið, hún getur bara ekki farið neitt úr sætinu.
Svo að þetta hefur reynst okkur mjög vel + það að henni finnst fátt skemmtilegra en að hanga með hausinn út um gluggan og láta vindinn leika um sig, í beltinu er hún fullkomlega örugg við þessa iðju sína, og ég þarf ekki að vera hrædd um að hún detti út um gluggann :)