Mér fannst bara ástæða til að benda þér á þetta, þarsem mér datt í hug að þú þekktir þessar tegundir ekki alveg nógu vel miðað við að þú sagðir að þeir geta verið massaðir og með blá augu þegar ég spurði hvort þú hafir kynnt þér tegundina :P
Það er nefnilega nauðsynlegt að þekkja tegund út og inn áður en maður fær sér eintak, það er ekki nóg að þekkja útlitið ;) Þú virðist allavega ekki vera alveg viss hvernig ástandið á Bullmastiff stofninum á Íslandi er þarsem þú miðar hann við 3 hunda sem eru hressir.
Ég mæli allavega með því að lesa aðeins til og spyrjast fyrir um tegundina sjálfa (og um heilsufar) áður en þú hugleiðir að flytja hund inn í landið.
Ein spurning samt að lokum.. Hvað hefuru í huga að gera með hundinn sem þig langar í? Stefniru í ræktun eða langar þig að vinna með hann o.s.frv? :)
Bætt við 22. júní 2011 - 17:06
Mig langar líka að leiðrétta einn misskilining hjá þér sem þú skrifaðir fyrir ofan.
Það er ekki hægt að bera English Bulldog og American Bulldog saman í uppeldi og hegðun. Hvað þá Dogo Argentino (Ég er búin að kynna mér Argentino mjög vel og hef skrifað grein um hana). Þetta eru allt mjög ólíkar tegundir og ég myndi halda að American Bulldog væri miklu meira krefjandi heldur en English Bulldog (þó þeir geti verið mjög þrjóskir)
Dogo Argentino og Pitbull eru mjög krefjandi og hafa meiri þörf á hugrænni útrás heldur en Enski bolabíturinn. Hundar af þessu kaliberi er erfitt að hafa fullkomlega ánægða nema að láta þá vinna og hugsa. Það er ekki nóg að fara í göngutúr eða leyfa honum að hlaupa eins og hann vill.
Eins og með Rottweiler, Dobermann og aðra vinnuhunda þarf að hugsa um tilhvers þeir voru upphaflega ræktaðir og halda því við með því að láta þá vinna vinnuna sína.
Rottweiler var tildæmis ræktaður tilþess að smala nautgripum, draga vagna fyrir kaupmenn og passa sláturhús. Þessvegna verður að passa að hundur af þeirri tegund hafi verk að vinna svo hann verði ánægður ;)
Ég er kannski komin aðeins útfyrir efnið, en langaði bara að skjóta þessu með :)