Já rakkinn okkar er með króníska sveppasýkingu í þófunum. Við setjum klórhexidínspritt í grisju til að hreinsa og Daktakort sveppakrem eftir á. Kremið kostar um 1500 krónur í apóteki.
Er hann mikið að naga loppurnar? Við kaupum grisjur og latexbindi (rúlla sem þú vefur utan um og límist um sjálfa sig) og bindum utan um áður en við förum út og höfum á meðan við erum ekki að fylgjast með því við erum ekki með skerm.
Annars myndi ég mæla frekar með því að þú fáir skerm hjá dýralækni. Og helst fara með hundinn til dýralæknis, hann gæti þurft töflur við sýkingunni.