Þetta eru einstaklega skemmtilegir hundar, fjörugir og þægilegir. Ég persónulega er mjög hrifin af þeim og gæti alveg hugsað mér að eiga einn svoleiðis (á reyndar 3 hunda). Þeir eiga að vera með gólfsíðan feld (sýningarhundar) og síð eyru, það er svolítil vinna að hirða um þessa hunda því það festist allt í feldinum á þeim. Það er auðvelt að kenna þeim og stofnin hér á landi er nokkuð góður, það þarf þó að baða þá svolítið reglulega og greiða í gegnum feldinn, því annars flækist hann, og fylgjast vel með eyrunum því honum er hætt við eyrnasýki. Ég myndi ráðleggja þér að tala við Báru (sjá skilaboð frá catgirl) því hún myndi vita um væntaleg got eða hvolpa.