Startkostnaður er rosalega mismunandi, það fer eftir því hvað þú ætlar að kaupa og í hvaða gæðum.
Mér finnst óþarfi að drekkja hvolpi í allskonar beinum og dóti, það er allt í góðu að kaupa það, en öllu má ofgera :)
Reyndar er möst að kaupa nagbein, matarskálar, ól og taum.
Þú getur þessvegna búið til bæli sjálfur þarsem bæli kosta frekar mikið.
Ætlaru að venja hundinn á að vera í búri? Það er reyndar mjög gott að venja hunda á búr, ef þú ert ekki heima og enginn að fylgjast með voffa - þá geturu sett hann í búrið með nagbein í staðinn fyrir að hann velji sér eitthvað annað til að naga eins og húsgögn eða uppáhalds skóna þína :)