hvolpar eru eins og lítil börn, þú mátt ekki skilja þá eftir eina því að þeir gæti étið eitthvað og það gæti staðið í þeim og hann dáið…
Það þarf að fylgjast með þeim, ef þeir komast uppí sófa eða eitthvað álíka og detta niður og fótbrotna og þú ekki heima, og þá er greyðið einn heima og enginn til að hugga það og fara með hann á dýraspítalann…
Auk þess ef að eitthvað gerist fyrir hvolpinn á kvöldin eða á nóttunin þá þarftu að hringja út neyðarkall og það kostar helling, því er betra að vera heima á daginn með hund….
þó að hvolpur sofi 18 tíma á dag þá er það mest á nóttunni, því að hundar fara ekki að heiman fyrr en um 8 vikna og sumir ekki fyrr en 10 vikna og þá eru þeir orðnir vanir því að sofa á nóttunni og vaka á daginn…
hvolpur verður ekki húsvanur fyrr en um 3 mánaða og fyrir það þá er hann að taka tennur og nagar ALLT saman og svo eftir 3 mánaða þá missir hann tennurnar og þá nagar hann ALLT líka… það er svakaleg skuldbinding að fá sér hund og þú bara færð þér ekkert hund ef þú ert ekkert heima á daginn og ert að vinna mjög mikið… hundur þarf athygli og hann þarf einhvern til að leika sér við…
hundurinn minn er yfirleitt í búri þegar við förum út en hún er aldrei meira en 8 tíma ein heima, fer með hana i göngutúr svona annanhvern dag og þá er það tvisvar á dag því jú hún er ennþá hvolpur og þarf mikla hreyfingu…
Ef hundur fær ekki sína hreyfingu þá verður hann pirraður og byrjar að láta illa og eyðileggur eitthvað sem þú átt eða jafnvel byrjar að bíta og urra…
og auðvitað með hunda að ef þeir eru virkilega í spreng þá pissa þeir inni… og þó að hvolpur sofi kannski allan daginn þá vaknar hann samt til þess að pissa og mun pissa inni ef hann kemst ekki út… og það er mjög slæmt að venja hundinn t.d. á það að pissa inni eða að fá að vera með matinn allan daginn, það þarf að hafa aga á hundum og þeir eiga bara að fá einhvern ákveðinn tíma til að borða, mjög gott að hafa það 30 min.
en ég endurtek aftur það sem ég sagði það er skuldbingind að eiga hund