samkvæmt lögum voru þér gefnar falskar upplýsingar. Samkvæmt lögum áttu að geta fengið endurgreitt þar sem rangar upplýsingar voru gefnar um þjónustu eða vörunnar sem þú varst að kaupa og uppfyllir ekki þau skilyrði sem þú settir.
[9. gr. Viðskiptahættir eru villandi ef þeir eru líklegir til að blekkja neytendur eða eru með þeim hætti að neytendum eru veittar rangar upplýsingar í þeim tilgangi að hafa áhrif á ákvörðun þeirra um viðskipti. Hér er átt við rangar upplýsingar um:
a. eðli vöru eða þjónustu og hvort varan sé til eða þjónustan fyrir hendi,
b. helstu einkenni vöru eða þjónustu, t.d. notkun, samsetningu eða árangur sem vænta má af notkun hennar,
c. þjónustu við viðskiptavini, meðferð kvartana, dagsetningu framleiðslu eða aðferð við framleiðslu,
d. verð vöru eða þjónustu eða aðferð við útreikning á verði og hvort um sértilboð eða annað verðhagræði sé að ræða og hvort það sé háð skilyrðum,
e. þörf fyrir þjónustu, varahluti, skipti á hlutum og viðgerðir,
f. réttindi, hæfni eða annað sem varðar aðstæður söluaðila eða fulltrúa hans, stöðu hans á markaði, skyldur, vörumerki og önnur hugverkaréttindi,
g. lögbundin réttindi neytanda.
http://www.althingi.is/lagas/137/2005057.htmlBætt við 28. ágúst 2010 - 19:43 9. gr. laga, nr. 57/2005