also annað með hvaða tryggingarfélagi mæli þið með að tryggja hundana? =D
stoltur golden retriever eigandi!
Hundaskrá, tilkynningarskylda eiganda.
9. gr.
Upplýsingar um hundinn skal skrá hjá Heilbrigðiseftirlitinu. Skrá skal heiti, aldur, kyn, tegund, litarhátt, númer örmerkis og önnur einkenni hundsins. Þar skal einnig skrá nafn og heimilisfang leyfishafa. Leyfishafi fær afhenta merkta plötu, sbr. 11.gr. og eintak af samþykkt um hundahald í Reykjavík.
Hundaeiganda ber að tilkynna Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur um aðsetursskipti. Einnig skal hann tilkynna eftirlitinu ef hundurinn deyr eða er fluttur úr lögsagnarumdæminu, og hvert hann flytur. Eigendaskipti skal tilkynna með sama hætti.