Mæli með Arden Grange :) ég var með Mizzý mína á Hills fóðrinu en það var eitthvað sem hún þoldi ekki í því og svo hafði hún bara engann áhuga á því að borða þetta… svo skiptum við yfir í Arden og hún étur þetta eins og þetta sé alltaf síðasti skammturinn hennar :) Feldurinn hennar er líka mjög fallegur og skínandi :)
Mæli allaveganna ekki með Royal Canin, fullt af einhverju dóti sem hundurinn þarf ekki, fullt af einhverju bætiefnum og einhverju. Íslenskra fóðrið er líka svoleiðis, fullt af hundum sem hafa bara misst feldinn útaf því…
Hins vegar hef ég heyrt að þetta Halla fóður sem fæst í Bendir sé mjög gott, það er frá Svíþjóð…
Hills er mjög gott fóður ef þú villt borga 15 þúsund fyrir 12 kíló, Arden Grange kostar um 9 þúsund fyrir 15 kíló og Halla Foder kostar 7.900 fyrir 15 kíló