Minn var einu sinni drulluhræddur við alla hvíta hunda eftir að hvítur hundur reif eyrað á honum nærri í tvennt. En ég náði að vinna í því og nú spáir hann ekkert í þessu.
Og EINA manneskjan sem hann hefur nokkurn tímann urrað á, er nágranninn okkar sem við gjörsamlega þoooolum ekki. Svo hann pikkar það pottþétt upp, því þegar gaurinn kemur yfir til okkar að blaðra þá er hundinum ekkert vel við að hann sé að voga sér inn á lóðina.
Bætt við 28. júlí 2010 - 18:06 Já og ég á semsagt snögghærðan Vorsteh.
Could I Wham! my Oingo Boingo into your Velvet Underground?
þessi sem ég á núna er hrædd við vatn þ.e.a.s. ef ég fer með hana út í fjöru þá er hún hrædd að fara út í og stekkur í burtu ef öldunar koma of nálægt er samt að vinna í hræðsluni aðþví að þetta er jú golden og er vatnahundu
Já. Mín var hrædd, en við fórum með hana að stóru vatni og teymdum hana útí og leyfðum henni að synda og svo hélt ég einu sinni á henni og óð útí og lét hana útí og hún synti til baka. Þetta virkaði og nú syndir hún eins og vitleysingur og elskar það.
fyrsta tíkin mín var logandi hrædd við rauðhærða, allt í fína ef þeir settu á sig húfu.. en ef þeir tóku hana af þá varð hún crazy :p dont know why :p og virkilega feitt fólk :s
Eldri tíkin mín bakkar frá skuggalegu liði.. og yngri tíkin er smeik við svart fólk :) sem er þó ekki skrítið, því hún sér það svo sjaldan og þá er þetta eithvað nýtt og furðulegt. Eldri tíkin var reyndar logandi hrædd við sópa þegar við fengum hana.. wonder why!?!
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..